Sölulaun hjá okkur eru 3,9% af söluverði ökutækis auk virðisaukaskatts, þó reiknast aðeins lágmarks sölulaun á bifreiðar undir 1.550.000 kr.
Lágmarkssölulaun eru 60.000 kr. auk virðisaukaskatts.
Einu gildir hvort bifreið er sett uppí dýrari bíl eða seld beint.
Kaupandi þarf að greiða bifreiðargjöld frá þeim degi sem hann kaupir bifreiðina og út það tímabil.
Innigjald er 10.000 kr. á mánuði
Bifreiðin er tryggð fyrir bruna og þjófnaði frá kl. 18:00 að kvöldi til kl. 10:00 að morgni inn í sýningarsal okkar
Bifreiðin er ekki tryggð gegn þjófnaði eða óhöppum á daginn
Engin ábyrgð er tekin á lausamunum í bifreiðum
Engin ábyrgð er tekin á bifreiðum á útisvæðum
Hámarkstími fyrir reynsluakstur er 30 mín nema um annað sé samið
Engin ábyrgð er tekin á bíllyklum í innisal.